Áhugavert viðtal í Speglinum á Rás 1,  við móður sem nýtt hefur sér þjónustu TINNU á Þjónustumiðstöð Breiðholts. Viðtalið við móður hefst á tíundu mínútu og í því kemur meðal annars fram ánægja móður með PMTO þjónustu sem hún hefur fengið.  http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/spegillinn/20161107

TINNA  er tilraunaverkefni til hagsbóta fyrir einstæða foreldra sem fá fjárhagsaðstoð og börn þeirra. Verkefnið felst í því að veita einstæðum foreldrum fjölþætta þverfaglega þjónustu með velferð barna að leiðarljósi. Verkefnið er unnið frá Þjónustumiðstöð Breiðholts.