Margt var um manninn á SMT fræðsludegi sem haldinn var 2. nóvember sl. á Akureyri. Heimsóknir í SMT skólana á svæðinu, ásamt fyrirlestrum og vinnustofum gaf faglega innspýtingu og kraft til vinna áfram að því að nýta gagnreyndar aðferðir til að skapa sem bestar aðstæður fyrir nemendur leik- og grunnskóla. Vel var að þessu staðið á allan hátt og ástæða til að láta sig hlakka til næsta fræðsludags árið 2020.