Alþjóðleg PMTO ráðstefna var haldin dagana 7. – 8. júní og mættu 24 fagaðilar frá Íslandi. Meginþema ráðstefnunnar var fjölbreytileiki innan úrræðisins. Á fyrirlestrum og málstofum mátti m.a. heyra að PMTO hefur jákvæð áhrif á foreldrafærni, óháð menningu og tungumálum.