Þá er PMTO grunnmenntunarnámskeiði lokið hjá Kópavogsbæ. Þetta er í annað sinn sem sveitarfélagið býður upp á grunnmenntun fyrir fagfólk leik- og grunnskóla. Námskeiðið vakti ánægju og vonandi verða fleiri haldin á næstu árum. Þess má geta að Kópavogsbær hefur nýverið fengið PMTO svæðisstjóra, hana Lilju Rós Agnarsdóttur. Tveir meðferðaraðilar vinna hjá Kópavogsbæ og einn meðferðaraðili útskrifast næsta sumar.  Megi Kópavogsbæ ganga vel í sinni PMTO innleiðingu.