Í lok nóvember sl. útskrifuðust 13 fagaðilar úr PMTO grunnmenntun hjá Akureyrarbæ. Menntunin stendur yfir þriggja mánaða tímabil og samanstendur af sex námskeiðsdögum sem kenndir eru í fjórum lotum. Grunnmenntunin er mikilvægur og nauðsynlegur þáttur SMT skólafærni sem margir leik- og grunnskólar hafa innleitt á Akureyri. Við óskum öllum til hamingju!