Við sumarsólstöður, þann 21. júní, var tilefni til að fagna undirskrift samstarfssamnings milli Sálfræðideildar Háskóla Íslands, Miðstöðvar PMTO-FORELDRAFÆRNI hjá Barnaverndarstofu og Endurmenntunar HÍ um framkvæmd og umsjón með PMTO meðferðarmenntun. Námið verður metið til 60 ECTS eininga sem er gleðilegur áfangi. Á myndinni eru Urður Njarðvík, dósent og tengiliður f.h. Sálfræðideildar HÍ, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent og deildarforseti Sálfræðideildar HÍ, Erna Guðrún Agnarsdóttir, námsstjóri Endurmenntunar HÍ og Margét Sigmarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði PhD og framkvæmdarstjóri PMTO-FORELDRAFÆRNI.