Nýlega var lögð fram tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun varðandi geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra. Aðgerðaráætlunin byggir á sjö meginþáttum og snýr einn þessara þátta að forvörnum. Þar er lagt til að öllum foreldrum standi til boða námskeið sem efla foreldrafærni og er PMTO m.a. sett fram sem úrræði. Þetta er áhugavert og ánægjulegt að sjá en tillöguna í heild sinni má nálgast með því að fylgja slóðinni
http://www.althingi.is/altext/143/s/pdf/0866.pdf