PMTO hópmeðferð og foreldranámskeið er nálgun sem hentar foreldrum barna með hegðunarerfiðleika. Framkvæmdin er mismunandi eftir eðli hóps en í hónum eru um 12 foreldra og að meðaltali er um að ræða 20 klukkustundir. Hópurinn hittist vikulega og unnin eru heimaverkefni og stuðningur veittur símleiðis milli funda.
Til að geta kennt hópum foreldra ganga meðferðaraðilar í gegnum ákveðna þjálfun, svokallaða PTC þjálfun, sem felst m.a. í því að veita hópmeðferð, sækja fjóra námskeiðsdaga og fá handleiðslu í sex skipti. PTC þjálfun hefur verið í gangi í haust á vegum Miðstöðvarinnar og voru fimm aðilar að útskrifast þann 12. desember sl. og einn mun ljúka á vorönninni. Starfsstaðir viðkomandi aðila er Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær og Reykjavíkurborg. Það er mikill fengur fyrir sveitarfélögin að veita PMTO hópþjónustu fyrir foreldra og búa að þessum ágætu starfsmönnum.