SMT fræðsludagur verður haldinn á Akureyri að þessu sinni. Ýmislegt áhugavert er á dagskrá og má þar nefna skólaheimsóknir, umfjöllun um hvað stuðli að því að SMT lifi og dafni í skólunum, hvernig hægt sé að viðhalda gleðinni og með hvaða hætti er hægt að kenna reglur og væntingar. Að auki verða vinnustofur þar sem eftirfarandi er tekið fyrir: Bekkjar- og hópstjórnun, foreldrasamstarf og vinna með nemendur í efsta lagi þríhyrningsins, nýjar áherslu í lausnateymisvinnu, vinna með unglingum og viðbrögð við óæskilegri hegðun og skráningar.