Ráðstefnan SIMBI, um snemmtæka íhlutun í málefnum barna, var haldin þann 8. maí sl. á vegum Velferðarráðuneytisins. Flott framtak! Aðalfyrirlesarinn, Terje Ogden frá Noregi, undirstrikaði mikilvægi þess að nýttar séu gagnreyndar aðferðir, þ.á.m. PMTO foreldrafærni, til að bæta hag barna. Margrét Sigmarsdóttir, framkvæmdarstjóri PMTO FORELDRAFÆRNI hjá Barnaverndarstofu, var einnig með áhugavert og flott innlegg.