Námið fer fram á tveggja ára tímabili og felst í sex vinnustofum (samtals 18 námsdögum), verkefnavinnu, lestri fagefnis og fjölskylduvinnu undir handleiðslu sem er veitt reglulega yfir allt tímabilið, bæði í hópi og einstaklingslega. Þetta er klínísk menntun, ætluð fagfólki sem sinnir meðferð foreldra barna með aðlögunarvanda, einkum hegðunarerfiðleika. Kröfur eru gerðar um að þátttakendur hafi lokið eða stundi framhaldsnám á háskólastigi á sviði sálfræði, félagsráðgjafar eða á öðrum sviðum ráðgjafar. Námið hefst haustið 2018 og er metið til 60 ECTS eininga. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Endurmenntunar HÍ:   https://www.endurmenntun.is/namsbrautir/stok-namsbraut?courseID=7401H18&n=pmto-parent-management-training-oregonbr-medferdarmenntun

UMSÓKNARFRESTUR ER 5. JÚNÍ 2018