Allir PMTO meðferðaraðilar þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði eins og að sækja reglulega handleiðslu og sýna ákveðna færni í meðferðartímum til að hafa leyfi til að sinna þjónustunni og fá aðgang að viðeigandi gögnum. Að þessum skilyrðum uppfylltum teljast meðferðaraðilar virkir.

MIÐSTÖÐ PMTO-FORELDRAFÆRNI lauk í janúar við að veita öllum meðferðaraðilum upplýsingar varðandi virkni. Stór hópur PMTO meðferðaraðila er virkur víða um landið og í vor munu fleiri ljúka námi og hópurinn stækka enn frekar.