Grunnmenntun fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla lauk þann 14. nóvember sl. Drífa Sigurjónsdóttir og Edda Sif Gunnarsdóttir, sem báðar eru menntaðir PMTO meðferðaraðilar, voru leiðbeinendur á námskeiðinu. Þetta er í þriðja sinn sem Reykjavíkurborg býður upp á PMTO grunnmenntun og hafa viðtökur verið afar jákvæðar. Eftirspurn hefur skapast og er verið að leggja drög að nýju grunnmenntunarnámskeiði fyrir skólafólk á vorönn 2018.