Nýlega fékk GenerationPMTO (bandaríska nafnið á PMTO) hæstu einkunn í Bandaríkjunum í gagnagrunni sem nær til gagnreyndra úrræða sem eru viðeigandi við vinnslu mála innan barnaverndar.
CBCE (California Evidence Based Clearinghouse for Child Welfare) er bandarískur gagnagrunnur sem safnar saman og metur meðferðarúrræði sem beinast að börnum, unglingum og fjölskyldum innan barnaverndar. Markmiðið er að stuðla að áhrifaríkri innleiðingu og gagnreyndum aðferðum fyrir börnin og fjölskyldur þeirra.
CEBC hefur farið í gegnum þær rannsóknarniðurstöður sem fyrirfinnast og metur að PMTO fái hæstu einkunn, sem er „1- Well-Supported by Reasearch Evidence“. Samtímis fær PMTO hæstu einkunn varðandi úrræði sem eiga mjög vel við í barnaverndarmálum.
Sjá nánar á eftirfarandi slóð:

https://www.nubu.no/aktuelt/pmto-far-toppskar-pa-relevans-for-barn-og-familier-i-barnevernet-article2936-119.html?fbclid=IwAR3oAvg18SxitBi4-AdYpvfgXZ1HJY9INDM5w0mj0l6Dh0257CoBUqz-y4c