Miðstöðin hefur það hlutverk að innleiða aðferðina hér á landi og hafa yfirumsjón með öllum verkþáttum sem unnir eru undir merkjum PMTO-FORELDRAFÆRNI. Miðstöðin sinnir stuðningi fyrir fagfólk þeirra svæða landsins sem innleiða PMTO og fylgist reglulega með færni meðferðaraðila og hversu vel þeir fylgja aðferðinni. Handleiðsla er mikilvægur þáttur til að viðhalda gæðum og Miðstöðin hefur umsjón með að allir virkir PMTO meðferðaraðilar sæki handleiðslu.
Hlutverk Miðstöðvarinnar er jafnframt að hafa umsjón með rannsóknum á árangri aðferðarinnar á Íslandi og sjá um þróun á PMTO fræðsluefni fyrir foreldra og fagfólk.
Miðstöð PMTO-FORELDRAFÆRNI stóð að menntun PMTO meðferðaraðila til fjölda ára. Árið 2018 tók Endurmenntun Háskóla Íslands hins vegar yfir menntunina í samstarfi við Miðstöðina og Sálfræðideild HÍ, sem metur námið til 60 ECTS eininga. Frekari upplýsingar er að finna á https://www.endurmenntun.is/namsbrautir/stok-namsbraut?courseID=7401H18&n=pmto-parent-management-training-oregonbr-medferdarmenntun
Back to Top