Meðal þeirra verkefna sem hlutu hvatningarverðlaunin þann 12. febrúar sl. var TINNA, en verkefnið beinir sjónum að því að veita einstæðum foreldrum fjölþætta og þverfaglega þjónustu með velferð barna að leiðarljósi. Verkefnastjóri TINNU er Þuríður Sigurðardóttir, sem jafnframt er teymisstjóri á Miðstöð PMTO Foreldrafærni hjá Barnaverndarstofu. Í TINNU er m.a. PMTO úrræði veitt ásamt öðru sem styður við og hjálpar foreldrum. Starfsstaðurinn Mánaberg, sem rekinn er á vegum Barnaverndar Reykjavíkur, hlaut einnig hvatningarverðlaunin. Á heimilinu geta börn dvalið tímabundið ef þau eða foreldrar þeirra eiga í vanda. Einnig geta foreldrar dvalið þar með börnum sínum. Eitt helsta markmið heimilisins er að hjálpa foreldrum og börnum að líða betur saman. Þess má geta að í rúmt ár hefur Mánaberg einnig veitt PMTO þjónustu inn á heimili fólks auk þess hluti starfsfólks hefur hlotið PMTO grunnmenntun. Hamingjuóskir til þessara aðila!