Mikil gróska er í PMTO úrræðinu á Íslandi og fengu hátt í 600 foreldrar á Norðurlandi, Reykjanesskaga og á Höfuðborgarsvæðinu þjónustu í sínu sveitarfélagi. Innan hinnar stigskiptu þjónustu hafa um 180 foreldrar fengið einstaklingsmeðferð, 11 hópmeðferðir hafa verið veittar og 19 foreldranámskeið verið kennd. Auk þess hafa sex grunnmenntunarnámskeið verið haldin fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla. Miðstöð PMTO-FORELDRAFÆRNI þakkar öllum meðferðaraðilum landsins sem hafa lagt sitt af mörkum til að bæta hag barnafjölskyldna á Íslandi. Megi þeim öllum og PMTO úrræðinu vegna vel árið 2020.