Árlegur fræðsludagur fyrir PMTO meðferðaraðila á Íslandi fer fram föstudaginn 23. september í Hannesarholti, Reykjavík.
Fjöldi PMTO meðferðaraðila starfar víðsvegar um land. Fræðsludagurinn gefur fagaðilum tækifæri til að fá upplýsingar um nýjungar tengdar PMTO meðferð, dýpka þekkingu á einstaka þáttum, deila reynslu og njóta samvista. Í þetta skiptið verður lögð áhersla á vinnu með foreldrum sem eiga í ágreiningi sín á milli, meðferðarvinnu inni á heimilum foreldra og hvernig draga má úr brotfalli úr meðferð.
Nánari upplýsingar um PMTO-FORELDRAFÆRNI má nálgast á heimasíðu, www.pmto.is