Fimmtán fagaðilar BUGLs tóku þátt í PMTO námskeiði sem stóð yfir í átta vikur á tímabilinu september-október 2017. Kynnt var og æfð notkun PMTO verkfæranna í samskiptum við börn og í tengslum við ráðgjöf til foreldra.
Áhugasamir meðferðaraðilar í “þjálfun þjálfara (TOT)”
PMTO meðferðaraðilar geta bætt við sig þekkingu til að sinna kennslu og handleiðslu fyrir fagfólk í sveitarfélagi sem og færni í að meta fylgni meðferðaraðila við aðferðina (FIMP). Þjálfunin fer fram á hálfs árs tímabili. Í maí sl. hófu sjö meðferðaraðilar frá þremur sveitarfélögum þessa þjálfun sem lýkur í desember nk. Eins og sjá má [...]
Reynslusaga móður af PMTO úrræði og viðtal við Margréti Sigmarsdóttur
Skammaðist sín fyrir að leita sér aðstoðar http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV6FC9194A-9A3C-42C3-B413-5E543BA1BC2D
Undirritun samstarfssamnings milli Sálfræðideildar HÍ, Miðstöðvar PMTO-FORELDRAFÆRNI og Endurmenntunar HÍ
Við sumarsólstöður, þann 21. júní, var tilefni til að fagna undirskrift samstarfssamnings milli Sálfræðideildar Háskóla Íslands, Miðstöðvar PMTO-FORELDRAFÆRNI hjá Barnaverndarstofu og Endurmenntunar HÍ um framkvæmd og umsjón með PMTO meðferðarmenntun. Námið verður metið til 60 ECTS eininga sem er gleðilegur áfangi. Á myndinni eru Urður Njarðvík, dósent og tengiliður f.h. Sálfræðideildar HÍ, Bragi Guðbrandsson, forstjóri [...]
Velheppnaðri PMTO ráðstefnu í Danmörku lokið
Alþjóðleg PMTO ráðstefna var haldin dagana 7. - 8. júní og mættu 24 fagaðilar frá Íslandi. Meginþema ráðstefnunnar var fjölbreytileiki innan úrræðisins. Á fyrirlestrum og málstofum mátti m.a. heyra að PMTO hefur jákvæð áhrif á foreldrafærni, óháð menningu og tungumálum. #gallery-2 { margin: auto; } #gallery-2 .gallery-item { float: left; margin-top: 10px; text-align: center; width: 33%; } [...]
Útskrift úr lotu 6 í PMTO meðferðarmenntun
Þann 12. maí 2017 lauk hópurinn síðustu lotunni í meðferðarnáminu. Við tekur örari handleiðsla og áframhaldandi vinna með fjölskyldur. Hópurinn, sem kallar sig Gyðjurnar, útskrifast síðan sumarið 2018.
PMTO ráðstefna 7.- 8. júní 2017
Dagskrá PMTO ráðstefnu í Árósum 7. - 8. júní 2017 Ýmsar hagnýtar upplýsingar vegna PMTO ráðstefnu 7.- 8. júní 2017
Viðtal við móður sem nýtt hefur sér PMTO þjónustu með góðum árangri
Áhugavert viðtal í Speglinum á Rás 1, við móður sem nýtt hefur sér þjónustu TINNU á Þjónustumiðstöð Breiðholts. Viðtalið við móður hefst á tíundu mínútu og í því kemur meðal annars fram ánægja móður með PMTO þjónustu sem hún hefur fengið. http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/spegillinn/20161107 TINNA er tilraunaverkefni til hagsbóta fyrir einstæða foreldra sem fá fjárhagsaðstoð og börn [...]
SMT fræðsludagur fyrir leik- og grunnskóla á Íslandi
Fræðslan fer fram þann 27. október í Rúgbrauðsgerðinni, Reykjavík. Meðal efnis er erindi á skype frá frændum okkar í Noregi um innleiðingu PALS, árangur og leiðir til að viðhalda virkni og áhuga til lengri tíma. Boðið verður upp á vinnustofur þar sem fjallað verður um leiðir til að takast á við mótþróa í kerfinu og [...]