Þjálfun í að veita PMTO hópmeðferð: Parenting Through Change

 

PMTO hópmeðferð er unnin eftir fyrirmynd sérfræðinga frá OSLC: Parenting Through Change  (PTC). Menntun í PMTO hópmeðferð er ætluð þeim sem hafa lokið tveggja ára PMTO meðferðarmenntunarnámi.

Þjálfunin tekur um14 vikur. Þátttakendur sækja tvær námskeiðslotur (fjórir námskeiðsdagar), þar sem hvor lota er tveir námskeiðsdagar. Seinni lotan fer fram um 7 vikum eftir að þeirri fyrri lýkur. Á þjálfunartíma vinna þátttakendur með fjölskyldur í hópmeðferð sem fer fram vikulega í 1 og ½ klukkustund í senn ásamt því að eiga vikuleg símaviðtöl við hverja fjölskyldu. Meðferðarhópur sem þátttakendur vinna með er að lágmarki 12 foreldrar. Þátttakendur sækja reglulega handleiðslu á meðan á þjálfun stendur, alls 6 handleiðsluskipti.

Að lokinni þjálfun hafa þátttakendur öðlast réttindi til að sinna hópmeðferð (PTC) auk þess sem þeir hafa réttindi til að halda styttri útgáfu námskeiða eins og PMTO-foreldranámskeið. Aðgangur að efni á heimasíðu (á lykilorði) er opnaður í framhaldi af námskeiði.

 

Back to Top