PMTO – MEÐFERÐARMENNTUN


 

 PMTO-FORELDRAFÆRNI er miðstöð PMTO meðferðarúrræðisins á Íslandi (PMTO; Parent Management Training – Oregon aðferðin). Miðstöðin er á vegum Barnaverndarstofu og sinnir miðlægum stuðningi fyrir fagfólk á svæðum landsins sem innleiða PMTO. Samhliða hefur miðstöðin það hlutverk að viðhalda hárri fylgni við aðferðina þar sem hún er stunduð.

Meðferðarúrræðið er þróað af Dr. Gerald Patterson og samstarfsfélögum hans á rannsóknarstofnuninni Oregon Social Learning Center (OSLC) í Eugene í Oregon í Bandaríkjunum. Úrræðið  byggir á víðtækum rannsóknum á mismunandi hópum og tilheyrir svokölluðum Empirically Supported Treatments aðferðum..

 

PMTO meðferðarmenntun er ætluð fagfólki sem sinnir meðferð fyrir foreldra barna með hegðunarerfiðleika. Kröfur eru gerðar um að þátttakendur hafi lokið framhaldsnámi á háskólastigi og hafi áhuga og reynslu af því að vinnu með fjölskyldur eftir ákveðnu skipulagi. Þátttakendur í PMTO meðferðarmenntun sækja ákveðinn fjölda námskeiðsdaga og vinna þess á milli með fjölskyldur undir handleiðslu. Meðferðarviðtölin eru tekin upp á myndbönd og handleiðsla veitt. Hver þátttakandi þarf að lágmarki að vinna með fimm fjölskyldur (þrjár æfingafjölskyldur og tvær prófafjölskyldur) auk smærri æfingaverkefna og lýkur meðferðarmenntun með viðurkenndu prófi af sérfræðingum í aðferðinni í Eugene í Oregon. Námið veitir viðkomandi réttindi til að stunda PMTO meðferð og fjölmargar fjölskyldur frá stofnun viðkomandi fagaðila fá þjónustu á námstímanum.

 

Þjálfunin tekur tvö ár og felst í 18 námskeiðsdögum, sem dreifast yfir fyrra árið. Handleiðsla er regluleg allt tímabilið, mánaðarlega eða oftar. Námskeiðsdagar fara fram hjá miðstöðinni og handleiðslan ýmist hjá handleiðara eða á vinnustað þátttakenda (einkum ef þeir eru nógu margir til að mynda handleiðsluhóp). Handleiðarar eru þjálfaðir sérstaklega og fá ávallt stuðning og handleiðslu frá miðstöðinni. Áhersla er lögð á að tiltekið landssvæði hafi að minnsta kosti þrjá þjálfaða meðferðaraðila á hverjum tíma svo að innleiðing aðferðarinnar verði sem árangursríkust

Í framhaldi af námi hefur viðkomandi meðferðaraðili aðgang að handleiðsluhópi og þarf áframhaldandi að sýna fram á fylgni við aðferðina til að teljast virkur meðferðaraðili.

Kostnaður

Kostnaður vegna meðferðarmenntunar sem áætlað er að hefjist vorið 2016 liggur ekki fyrir nú, en upplýsingar verða uppfærðar um leið og hægt er.

Greiðslur fara fram í tvennu lagi; fyrri greiðslan, við upphaf náms og seinni greiðslan þegar námskeiðsdögum er lokið. Þar fyrir utan er greitt fyrir einkahandleiðslu jafn óðum og hún fer fram en einkahandleiðsla er ekki innifalin í greiðslum og fer fjöldi skipta eftir þörfum hvers meðferðaraðila.

Námskostnaður fyrir PMTO meðferðarmenntun felst í eftirfarandi  þáttum:

 

Þættir Kostnaður
18 námskeiðsdagar
Námsgögn
Meðferðargögn
Önnur gögn
Þjónusta tengd útskrift
Hóphandleiðsla
Auk kostnaðar vegna einkahandleiðslu. Hér er miðað við kostnað fyrir hvert handleiðsluskipti.

Almennt má gera ráð fyrir um 24 skiptum í hóphandleiðslu. Seinni greiðsla er lægri ef þjálfaður handleiðari er á viðkomandi svæði, sem sinnir handleiðslunni.

 

 

 

Back to Top