PMTO grunnmenntun

Er ætluð fagfólki sem kemur að vinnu með börnum sem sýna hegðunarerfiðleika og sinnir ráðgjöf fyrir uppalendur.

Markmið grunnmenntunar er þríþætt: Að efla þekkingu þessara fagstétta á aðferðum PMTO til að takast á við hegðunarerfiðleika; að efla skilning á hegðunarerfiðleikum og á mælingum hegðunar; að auka færni í ráðgjöf vegna hegðunarerfiðleika og vitund um hvenær og hvert vísa eigi málum sem þarfnast frekari meðferðar (til dæmis í PMTO einstaklings- eða hópmeðferð).

Þátttakendur í grunnmenntun sækja sex námskeiðsdaga í fjórum lotum og vinna verkefni tengd starfi á milli námslota.

Markmið PMTO grunnmenntunar fyrir fagfólk skólakerfisins

Markmiðið er þríþætt:

– Að efla ákveðinn hóp fagfólks innan skóla í því að takast á við hegðunarfrávik nemenda með markvissum og jákvæðum hætti. Fagfólk með slíka þekkingu getur leiðbeint öðru starfsfólki innan skólans varðandi viðbrögð við hegðunarfrávikum og varðandi hegðun allra nemenda t.d. verið leiðandi í vinnu eins og SMT-skólafærni.

– Að efla ákveðinn hóp fagfólks innan skóla til að takast á við hegðunarfrávik nemenda með markvissum og jákvæðum hætti. Fagfólk með slíka þekkingu getur leiðbeint foreldrum barna með minniháttar hegðunarfrávik og vísað öðrum foreldrum í viðeigandi í úrræði (til dæmis í PMTO einstaklings- eða hópmeðferð eða á PMTO foreldranámskeið).

– Að efla ákveðinn hóp fagfólks innan skóla til að takast á við hegðunarfrávik nemenda með markvissum og jákvæðum hætti. Fagfólk með slíka þekkingu getur sinnt félagsfærniþjálfun og annarri þjálfun fyrir nemendur sem þess þurfa. Mælt er með því að hver SMT-skólafærni skóli (leik- og grunnskóli) hafi aðila með þessa þjálfun á hverju skólastigi (a.m.k. 2-3 aðila) og að einn þeirra sé hluti af stjórnunarteymi skólans.

Back to Top