SMT – Skólafærni

SMT-skólafærni (útfærsla miðstöðvar PMTO-FORELDRAFÆRNI á bandarísku aðferðinni Postive Behavior Support / PBS) er innleitt í skólasamfélagið til að fyrirbyggja, draga úr og stöðva hegðunarfrávik og þar með skapa jákvætt andrúmsloft. Um er að ræða hliðstæða aðferð og PMTO, sem grundvölluð er á sömu hugmyndafræði. Ólíkum hópum nemenda er mætt með samræmdum viðbrögðum alls starfsfólks þar sem áhersla er á að gefa jákvæðri hegðun gaum og almennt nálgast nemendur með jákvæðum hætti. Gera má ráð fyrir þremur til fimm árum til að innleiða SMT-skólafærni.
Þjónustueiningin PMTO-FORELDRAFÆRNI stendur fyrir framkvæmd SMT-skólafærni á Íslandi.
Starfsfólk leik- og grunnskóla getur óskað eftir styttri PMTO fræðslu. Einstaka starfsmenn geta einnig sótt grunnmenntun í aðferðum PMTO og miðlað áfram til samstarfsfólks. Starfsmenn grunn- og leikskóla geta sótt PMTO fræðslu óháð því hvort þeir starfa við skóla sem hefur innleitt SMT-skólafærni eða ekki.
Nánari upplýsingar um SMT og efni fyrir SMT skóla er að finna á þar til gerðum flipum hér til hægri við flipann SMT – skólafærni.
Back to Top