Skv. upplýsingum frá Guðbjörgu Björnsdóttur, svæðisstjóra PMTO verkefnisins hjá Hafnarfjarðarbæ, voru foreldrar 91 barns á bið eftir PMTO hópúrræði hjá sveitarfélaginu fyrir rúmu ári síðan. Farið var í stórt og mikið átak til að vinna á biðlistunum og niðurstaðan sú að ekkert foreldri er lengur á bið. Vel unnið verk í þágu barnafjölskyldna í Hafnarfirði og er þeim óskað til hamingju með þetta.