Dr. Patterson er látinn. Hann lést á heimili sínu í gær, þann 22. ágúst, umvafinn fjölskyldu og nánum vinum.

Þó Patterson sé horfinn úr þessum heimi þá mun hann lifa áfram í verkum sínum og störfum okkar PMTO meðferðaraðila og sérfræðinga.

Patterson var stórkostlegur fræðimaður og persóna. Með honum hefur heimurinn öðlast dýpri skilning á gildi fjölskyldunnar í aðlögun barna og ungmenna. Hann var einn áhrifamesti fræðimaður okkar tíma á sviði andfélagslegrar hegðunar og hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, skrif og afrek. http://www.oslc.org/about/history/

Við hjá Miðstöð PMTO-FORELDRAFÆRNI vottum Dr. Forgatch og fjölskyldu samúð og erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera hluti af lífi þessa stórbrotna manns.