Þann 29. nóvember sl. var árlegur PMTO “Booster” meðferðaraðila haldinn í Iðnó. Mæting var góð, frábær stemning og dagskráin fjölbreytt að vanda. Jolle Tjaden, hollenskur gestafyrirlesari, var með lærdómsríka vinnustofu varðandi PMTO vinnu með foreldrum sem standa í skilnaði eða hafa skilnað að baki sér. Margrét Sigmarsdóttir sálfræðingur og lektor við Menntavísindasvið sá um þjálfun í notkun “FIBRS” áhorfsmælitækisins fyrir þá sem ekki hafa öðlast slíka þjálfum og nemum var boðið upp á skerpingu verkfæra. Að lokum var foreldrapallborð og afar áhugavert að heyra reynslusögur þeirra. Góðum degi lauk síðla dags í fallegu vetrarveðri. Myndin sem fylgir fréttinni er af öllum meðferðaraðilum landsins, – sannarlega flottur hópur!