Þann 3. maí sl. lauk grunnmenntunarnámskeiði hjá Hafnarfjarðarbæ. Menntunin er mikilvægur þáttur SMT og voru þátttakendur starfsmenn leik- og grunnskóla, auk frístundaheimila.
Kynningarfundur vegna PMTO meðferðarnáms
Umsóknarfrestur vegna PMTO meðferðarnáms er 5. júní nk. Þann 16. maí verður kynningarfundur í húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands að Dunhaga 7, kl. 17.00. Nánari upplýsingar á slóðinni: https://us3.campaign-archive.com/?e=&u=f4b194647590bbe9a96a9a81d&id=5ce4548f94
PMTO grunnmenntun lýkur hjá Reykjavíkurborg
Alls hafa fimm PMTO grunnmenntunarnámskeið verið haldin á vegum borgarinnar. Mikil ánægja hefur verið meðal þátttakenda og er fyrirhugað að bjóða upp á grunnmenntun á hverju ári.
PMTO meðferðarmenntun hjá Endurmenntun HÍ
Námið fer fram á tveggja ára tímabili og felst í sex vinnustofum (samtals 18 námsdögum), verkefnavinnu, lestri fagefnis og fjölskylduvinnu undir handleiðslu sem er veitt reglulega yfir allt tímabilið, bæði í hópi og einstaklingslega. Þetta er klínísk menntun, ætluð fagfólki sem sinnir meðferð foreldra barna með aðlögunarvanda, einkum hegðunarerfiðleika. Kröfur eru gerðar um að þátttakendur hafi [...]
Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár !
Starfsmenn Miðstöðvar PMTO-FORELDRAFÆRNI hjá Barnaverndarstofu óska öllum gleðilegra jóla, árs og friðar með þakklæti fyrir öll þau mikilvægu og góðu verk sem unnin hafa verið í þágu úrræðisins vítt og breitt á Íslandi þetta árið. Myndin sem fylgir er tekin í Bláa Lóninu í tengslum við útskrift meðferðaraðila sem voru að ljúka "þjálfun þjálfara".
Þjálfun meðferðaraðila í PMTO hópmeðferð (PTC)
PMTO hópmeðferð og foreldranámskeið er nálgun sem hentar foreldrum barna með hegðunarerfiðleika. Framkvæmdin er mismunandi eftir eðli hóps en í hónum eru um 12 foreldra og að meðaltali er um að ræða 20 klukkustundir. Hópurinn hittist vikulega og unnin eru heimaverkefni og stuðningur veittur símleiðis milli funda. Til að geta kennt hópum foreldra ganga meðferðaraðilar [...]
PMTO grunnmenntun lýkur hjá Menntasviði Kópavogsbæjar
Í haust hefur hópur starfsfólks grunn- og leikskóla Menntasviðs Kópavogsbæjar sótt PMTO grunnmenntun sem lauk 5. desember sl. Mikil stemning var í hópnum og voru þátttakendur áhugasamir um að nýta PMTO verkfærin í sínu daglega starfi. #gallery-4 { margin: auto; } #gallery-4 .gallery-item { float: left; margin-top: 10px; text-align: center; width: 33%; } #gallery-4 img [...]
Árlegur fagdagur meðferðaraðila 1. desember 2017
Hinn árlegi fagdagur PMTO meðferðaraðila var haldinn þann 1. desember sl. í húsakynnum Barnaverndarstofu. Að þessu sinni var viðburðurinn sérstaklega ætlaður þeim sem ekki fóru á ráðstefnuna í Danmörku sl. sumar. Á fagdeginum var góð mæting og margt áhugavert í boði. Má þar nefna upplýsingar um snjallforrit sem verið er að þróa fyrir foreldra, handleiðslu [...]
Nemar í PMTO meðferðarnámi læra áhorfsmælingar
Í haust hafa nemar í meðferðarnáminu lært að framkvæma mat á foreldrafærni og hegðun barns út frá áhorfi. Þetta er ein af fleiri aðferðum sem hægt er að nýta til að meta árangur PMTO meðferðar. Íslensk gerð matsferlis á foreldrafærni er að fyrirmynd bandarískra frumgagna. Meginhöfundar þeirra gagna eru Drs. Gerald Patterson og Marion Forgatch, [...]
PMTO grunnmenntunarnámskeiði lýkur hjá Reykjavíkurborg
Grunnmenntun fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla lauk þann 14. nóvember sl. Drífa Sigurjónsdóttir og Edda Sif Gunnarsdóttir, sem báðar eru menntaðir PMTO meðferðaraðilar, voru leiðbeinendur á námskeiðinu. Þetta er í þriðja sinn sem Reykjavíkurborg býður upp á PMTO grunnmenntun og hafa viðtökur verið afar jákvæðar. Eftirspurn hefur skapast og er verið að leggja drög að [...]