Hvatningarleikurinn fer fram 8. - 12. apríl nk. Börn og fullorðnir taka þátt á margvíslegan hátt og munu þau væntanlega hafa bæði gagn og gaman af. Leikskólinn ætlar m.a. að tengja leikinn við upprifjun og kennslu á reglum leikskólans og ýta undir uppbyggilegt hrós, en slíkt skapar jákvætt og hvetjandi námsumhverfi. Nánari upplýsingar um dagskrána [...]
PMTO fyrir foreldra með stöðu flóttafólks
PMTO aðferðin nýtist æ breiðari hópi foreldra. Í sveitarfélagi einu í Noregi býðst foreldrum mjög fljótlega eftir komuna til landsins uppeldisráðgjöf út frá aðferðum PMTO. Foreldrar fá upplýsingar um ýmislegt sem tengist menningarlegum þáttum, eins og t.d. því að ofbeldi sé bannað við uppeldi barna. Foreldrar fá síðan þjálfun í notkun styðjandi leiða í gegnum [...]
Hvatningarverðlaun velferðarráðs Reykjavíkurborgar
Meðal þeirra verkefna sem hlutu hvatningarverðlaunin þann 12. febrúar sl. var TINNA, en verkefnið beinir sjónum að því að veita einstæðum foreldrum fjölþætta og þverfaglega þjónustu með velferð barna að leiðarljósi. Verkefnastjóri TINNU er Þuríður Sigurðardóttir, sem jafnframt er teymisstjóri á Miðstöð PMTO Foreldrafærni hjá Barnaverndarstofu. Í TINNU er m.a. PMTO úrræði veitt ásamt öðru [...]
Kynningarfundur: Hópmeðferð fyrir kyn- og fósturforeldra barna í tímabundnu fóstri.
Barnaverndarstofa stóð fyrir kynningarfundi þann 8. febrúar sl. í samstarfi við Barnavernd Reykjavíkur. Til staðar voru fulltrúar barnavernda landsins og aðrir fagaðilar sem koma að þessum málaflokki í sveitarfélögunum. Fjallað var um tilraunaverkefni sem snýr að innleiðingu gagnreyndra meðferðarúrræða í málum þar sem börn fara í tímabundið fóstur. Um er að ræða aðferðir sem byggja [...]
PMTO fær hæstu einkunn sem viðeigandi úrræði í barnaverndarmálum í Bandaríkjunum
Nýlega fékk GenerationPMTO (bandaríska nafnið á PMTO) hæstu einkunn í Bandaríkjunum í gagnagrunni sem nær til gagnreyndra úrræða sem eru viðeigandi við vinnslu mála innan barnaverndar. CBCE (California Evidence Based Clearinghouse for Child Welfare) er bandarískur gagnagrunnur sem safnar saman og metur meðferðarúrræði sem beinast að börnum, unglingum og fjölskyldum innan barnaverndar. Markmiðið er að [...]
Átta meðferðaraðilar útskrifast með réttindi til að kenna foreldrahópum.
Í dag útskrifuðust átta meðferðaraðilar úr svokallaðri "PTC þjálfun" sem veitir réttindi til að kenna foreldrahópum. Viðkomandi aðilar komu úr Fjarðarbyggð, Hafnarfirði og frá Reykjavíkurborg. Þjálfunin, sem er á vegum Miðstöðvar PMTO hjá Barnaverndarstofu, hefur tekið fjóra mánuði og hafa meðferðaraðilarnir mætt í tvær tveggja daga lotur, farið í handleiðslu sex sinnum og veitt foreldrum [...]
Grein í mbl.is um gagnsemi PMTO
Mbl.is birti grein í gær þar sem tekin eru viðtöl við foreldra sem þegið hafa PMTO úrræðið, sem breytti miklu í lífi þeirra. Einnig er rætt við Margréti Sigmarsdóttur forstöðumann miðstöðvar PMTO hjá Barnaverndarstofu og Arndísi Þorsteinsdóttur sem einnig starfar hjá miðstöðinni. Heiða Björg Pálmadóttir starfandi forstjóri Barnaverndarstofu kemur einnig með innlegg í greinina. Sjá [...]
Velheppnaður PMTO “Booster” yfirstaðinn
Þann 30. nóvember sl. var "Booster" haldinn, sem er árlegur fagdagur PMTO meðferðaraðila á Íslandi. Mæting var góð og dagskráin fjölbreytt, skemmtileg og fræðandi, sem veitti góða faglega innspýtingu. Margrét Sigmarsdóttir forstöðumaður Miðstöðvar PMTO hjá Barnaverndarstofu opnaði daginn og fór m.a. yfir nýjustu rannsóknarniðurstöður innan aðferðarinnar og stöðu innleiðingar PMTO á Íslandi. Síðan tók við [...]
PMTO einstaklingsmeðferð fær hæstu einkunn í Noregi
PMTO einstaklingsmeðferð fær hæstu einkunn í Noregi sem gagnreynt úrræði sem sýnir fram á ótvíræðan árangur hvað varðar bætta foreldrafærni ásamt aukinni félagsfærni og minni hegðunarvanda hjá barni. Frekari upplýsingar um þessar jákvæðu og góðu niðurstöður er að finna á eftirfarandi tenglum: https://m.nubu.no/aktuelt/pmto-far-hoyest-score-i-ny-kunnskapsoppsummering-article2918-1501.html?fbclid=IwAR3GymAfoJ2zHFgIYTrFgrubbnQDGZVTivEljCvhyFjpUAfevUbnlQwHuGQ Hér er hægt að ýta á hnapp til að sjá fréttina á [...]
Velheppnaður SMT fræðsludagur yfirstaðinn
Margt var um manninn á SMT fræðsludegi sem haldinn var 2. nóvember sl. á Akureyri. Heimsóknir í SMT skólana á svæðinu, ásamt fyrirlestrum og vinnustofum gaf faglega innspýtingu og kraft til vinna áfram að því að nýta gagnreyndar aðferðir til að skapa sem bestar aðstæður fyrir nemendur leik- og grunnskóla. Vel var að þessu staðið [...]