Í dag útskrifuðust átta meðferðaraðilar úr svokallaðri “PTC þjálfun” sem veitir réttindi til að kenna foreldrahópum. Viðkomandi aðilar komu úr Fjarðarbyggð, Hafnarfirði og frá Reykjavíkurborg. Þjálfunin, sem er á vegum Miðstöðvar PMTO hjá Barnaverndarstofu, hefur tekið fjóra mánuði og hafa meðferðaraðilarnir mætt í tvær tveggja daga lotur, farið í handleiðslu sex sinnum og veitt foreldrum hópmeðferð á sínum svæðum. Það er mikill fengur fyrir sveitarfélögin að hafa PMTO meðferðaraðila innan sinna raða sem geta kennt foreldrum í hópum, hvort sem það er hópmeðferð eða foreldranámskeið. Kennarar voru Edda Vikar Guðmundsdóttir og Alda Ingibergsdóttir.