Þann 6. nóvember 2015 fór fram árlegur fræðsludagur PMTO á Íslandi í Hannesarholti.  Þátttaka var virkilega góð og tóku tæplega 50 PMTO meðferðaraðilar víðsvegar að af landinu þátt. Megináhersla var á PMTO vinnu með fjölskyldum sem hafa orðið fyrir áföllum og leiðir til að nota núvitund (mindfulness) samhliða PMTO skoðaðar.  Við lok dags fóru fram pallborðsumræður með sérfræðingum í PMTO og foreldrum sem nýtt hafa þjónustuna.  Meðfylgjandi er mynd af PMTO meðferðaraðilum sem formlega luku námskeiði í handleiðslu og kennslu aðferðarinnar.