Hinn árlegi fagdagur PMTO meðferðaraðila var haldinn þann 1. desember sl. í húsakynnum Barnaverndarstofu. Að þessu sinni var viðburðurinn sérstaklega ætlaður þeim sem ekki fóru á ráðstefnuna í Danmörku sl. sumar. Á fagdeginum var góð mæting og margt áhugavert í boði. Má þar nefna upplýsingar um snjallforrit sem verið er að þróa fyrir foreldra, handleiðslu og kynningu á FIBRIS áhorfsmælitækinu sem nýtt er í klínískri vinnu til að meta árangur PMTO meðferðar. Einnig var kynning á PMTO úrræði sem nýlega var sett á laggirnar hjá Barnavernd Reykjavíkur þar sem meðferðaraðilar veita PMTO þjónustu inni á heimilum fólks. Að lokum var Liz Wieling með kynningu í gegnum vefmyndavél á spennandi verkefni sem hún hefur unnið með í Uganda þar sem PMTO er veitt foreldrum á stríðshrjáðum svæðum. Liz, sem er PMTO meðferðaraðili, vinnur við háskólann í Minnesota. Í lok fagdagsins lýstu þátttakendur ánægju með daginn og nutu þess að sýna sig og sjá aðra.
Árlegur fagdagur meðferðaraðila 1. desember 2017
Barnaverndastofa | Miðstöð PMTO-FORELDRAFÆRNI | Borgartúni 21 |105 Reykjavík | Sími 530 2600 | Bréfsími 530 6201
Comments are closed.