PMTO meðferðaraðilar geta bætt við sig þekkingu til að sinna kennslu og handleiðslu fyrir fagfólk í sveitarfélagi sem og færni í að meta fylgni meðferðaraðila við aðferðina (FIMP). Þjálfunin fer fram á hálfs árs tímabili. Í maí sl. hófu sjö meðferðaraðilar frá þremur sveitarfélögum þessa þjálfun sem lýkur í desember nk. Eins og sjá má af myndunum skortir ekki áhugann og fólk hefur greinilega gaman af !