PMTO stendur fyrir Parent Management Training – Oregon aðferð, og er aðferð fyrir foreldra og aðra sem koma að uppeldi. PMTO dregur úr hegðunarerfiðleikum barna og unglinga og hefur aðferðin verið aðlöguð að íslenskum aðstæðum. PMTO er sannprófað meðferðarprógramm, þróað af Dr. Gerald Patterson, Dr. Marion Forgatch og samstarfsfólki á rannsóknarstofnuninni Oregon Social Learning Center (OSLC) í Eugene í Oregon í Bandaríkjunum. PMTO-FORELDRAFÆRNI er miðstöð meðferðarúrræðisins á Íslandi. Hlutverk miðstöðvarinnar er að innleiða PMTO á Íslandi með hárri fylgni við aðferðina og hafa yfirumsjón með öllum verkþáttum sem unnir eru undir merkjum PMTO-FORELDRAFÆRNI. Miðstöðin hóf starfsemi sína í Hafnarfirði árið 2000 en haustið 2013 varð hún hluti af úrræðum Barnaverndarstofu.

Fagþekking á Íslandi

kort

Á döfinni

Það eru engir viðburðir framundan á þessum tíma.

Skoða viðburðadagatal

Back to Top