Þann 21. júní, við sumarsólstöður, útskrifuðust þrír meðferðaraðilar í Hörpu. Viðkomandi hófu nám haustið 2016 en tóku hlé á námi sínu og luku því núna. Tvær þeirra starfa hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og hin þriðja hefur starfað hjá Grindavíkurbæ. Er þeim öllum óskað heilla sem PMTO meðferðaraðilar.