PMTO aðferðin nýtist æ breiðari hópi foreldra. Í sveitarfélagi einu í Noregi býðst foreldrum mjög fljótlega eftir komuna til landsins uppeldisráðgjöf út frá aðferðum PMTO. Foreldrar fá upplýsingar um ýmislegt sem tengist menningarlegum þáttum, eins og t.d. því að ofbeldi sé bannað við uppeldi barna. Foreldrar fá síðan þjálfun í notkun styðjandi leiða í gegnum PMTO verkfærin til að hvetja og aga börn sín. Úrræðið hefur leitt til færri tilkynninga til barnaverndar innan málaflokksins. Pistilinn er hægt að lesa á eftirfarandi slóð: https://www.nubu.no/utgave-3/mandes-drom-article3016-2499.html?fbclid=IwAR1t7XxVGeLBiof6H72TKOFDo_bIm3n2lDKwQ7FUlOZk3eaMxYPMCJ8pzps