Í haust hafa nemar í meðferðarnáminu lært að framkvæma mat á foreldrafærni og hegðun barns út frá áhorfi. Þetta er ein af fleiri aðferðum sem hægt er að nýta til að meta árangur PMTO meðferðar.
Íslensk gerð matsferlis á foreldrafærni er að fyrirmynd bandarískra frumgagna. Meginhöfundar þeirra gagna eru Drs. Gerald Patterson og Marion Forgatch, Oregon Social Learning Centre (OSLC) og Implementation Sciences International, Inc. (ISII). Þróun þessa matsferlis er fjármögnuð að hluta til af Rannsóknarmiðstöð Íslands (RANNÍS) sem partur af úthlutuðum styrk (nr. 152027-051).