Mikil gróska er í PMTO úrræðinu á Íslandi og fengu hátt í 600 foreldrar á Norðurlandi, Reykjanesskaga og á Höfuðborgarsvæðinu þjónustu í sínu sveitarfélagi. Innan hinnar stigskiptu þjónustu hafa um 180 foreldrar fengið einstaklingsmeðferð, 11 hópmeðferðir hafa verið veittar og 19 foreldranámskeið verið kennd. Auk þess hafa sex grunnmenntunarnámskeið verið haldin fyrir starfsfólk leik- og [...]
Útskrift úr hópþjálfun
Tíu PMTO meðferðaraðilar útskrifuðust þann 17. desember úr svokallaðri "PTC-þjálfun" sem veitir réttindi til að kenna foreldrum í hópum. Þjálfunin, sem hefur staðið yfir í fjóra mánuði, fór fram á vegum Miðstöðvar PMTO-FORELDRAFÆRNI. Þetta er ánægjulegur áfangi og tryggir víðtæka þjónustu við foreldra í sveitarfélögunum. Innilegar hamingjuóskir til allra!
Útskrift úr PMTO grunnmenntun hjá Kópavogsbæ
Þá er PMTO grunnmenntunarnámskeiði lokið hjá Kópavogsbæ. Þetta er í annað sinn sem sveitarfélagið býður upp á grunnmenntun fyrir fagfólk leik- og grunnskóla. Námskeiðið vakti ánægju og vonandi verða fleiri haldin á næstu árum. Þess má geta að Kópavogsbær hefur nýverið fengið PMTO svæðisstjóra, hana Lilju Rós Agnarsdóttur. Tveir meðferðaraðilar vinna hjá Kópavogsbæ og einn [...]
Útskrift PMTO grunnmenntun á Akureyri
Í lok nóvember sl. útskrifuðust 13 fagaðilar úr PMTO grunnmenntun hjá Akureyrarbæ. Menntunin stendur yfir þriggja mánaða tímabil og samanstendur af sex námskeiðsdögum sem kenndir eru í fjórum lotum. Grunnmenntunin er mikilvægur og nauðsynlegur þáttur SMT skólafærni sem margir leik- og grunnskólar hafa innleitt á Akureyri. Við óskum öllum til hamingju!
“Booster” PMTO meðferðaraðila
Þann 29. nóvember sl. var árlegur PMTO "Booster" meðferðaraðila haldinn í Iðnó. Mæting var góð, frábær stemning og dagskráin fjölbreytt að vanda. Jolle Tjaden, hollenskur gestafyrirlesari, var með lærdómsríka vinnustofu varðandi PMTO vinnu með foreldrum sem standa í skilnaði eða hafa skilnað að baki sér. Margrét Sigmarsdóttir sálfræðingur og lektor við Menntavísindasvið sá um þjálfun [...]
Þjálfun í PMTO hópmeðferð
Til að öðlast réttindi til að kenna foreldrum í hópum þurfa meðferðaraðilar að öðlast ákveðna þjálfun sem felst tveimur tveggja daga lotum, að kenna 14 skipta vikulega hópmeðferð og sækja reglulega handleiðslu á tímabilinu. Um þessar mundir eru 10 fagaðilar í slíkri þjálfun hjá Miðstöð PMTO-FORELDRAFÆRNI. Viðkomandi útskrifast þann 17. desember nk.
Enginn biðlisti lengur eftir PMTO foreldranámskeiði eða hópmeðferð hjá Hafnarfjarðarbæ
Skv. upplýsingum frá Guðbjörgu Björnsdóttur, svæðisstjóra PMTO verkefnisins hjá Hafnarfjarðarbæ, voru foreldrar 91 barns á bið eftir PMTO hópúrræði hjá sveitarfélaginu fyrir rúmu ári síðan. Farið var í stórt og mikið átak til að vinna á biðlistunum og niðurstaðan sú að ekkert foreldri er lengur á bið. Vel unnið verk í þágu barnafjölskyldna í Hafnarfirði [...]
Útskift þriggja PMTO meðferðaraðila
Þann 21. júní, við sumarsólstöður, útskrifuðust þrír meðferðaraðilar í Hörpu. Viðkomandi hófu nám haustið 2016 en tóku hlé á námi sínu og luku því núna. Tvær þeirra starfa hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og hin þriðja hefur starfað hjá Grindavíkurbæ. Er þeim öllum óskað heilla sem PMTO meðferðaraðilar.
Heildarframkvæmdaráætlun ríkisins á sviði barnaverndar lögð fram, – inniheldur m.a. mikilvæga liði er varða PMTO þjónustu.
Í áætluninni, sem gerð er til fjögurra ára, er m.a. lögð áhersla á bætta snemmtæka íhlutun og fyrirbyggjandi aðgerðir í sveitarfélögum þar sem PMTO aðferðin fær veigamikið hlutverk. Stefnt er að fjölgun meðferðaraðila með sérstakri áherslu á aukna þjónustu á landsbyggðinni og að komið verði til móts við kostnað sveitarfélaga við menntun PMTO meðferðaraðila. Að [...]
Hvatningarvika í SMT leikskólanum Sólborg
Hvatningarleikurinn fer fram 8. - 12. apríl nk. Börn og fullorðnir taka þátt á margvíslegan hátt og munu þau væntanlega hafa bæði gagn og gaman af. Leikskólinn ætlar m.a. að tengja leikinn við upprifjun og kennslu á reglum leikskólans og ýta undir uppbyggilegt hrós, en slíkt skapar jákvætt og hvetjandi námsumhverfi. Nánari upplýsingar um dagskrána [...]