PMTO meðferðarmenntun

PMTO meðferðarmenntun er á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands í samstarfi við Miðstöð PMTO foreldrafærni og Sálfræðideild HÍ sem metur námið til 60 ECTS eininga. Menntunin er ætluð fagfólki sem sinnir meðferð fyrir foreldra barna með hegðunarerfiðleika. Þátttakendur í PMTO meðferðarmenntun sækja 18 námskeiðsdaga og vinna þess á milli með fjölskyldur undir handleiðslu. Meðferðarviðtölin eru tekin upp á myndbönd og handleiðsla veitt. Hver þátttakandi þarf að lágmarki að vinna með fimm fjölskyldur (þrjár æfingafjölskyldur og tvær prófafjölskyldur) auk smærri æfingaverkefna og lýkur meðferðarmennun með viðurkenndu prófi af sérfræðingum í aðferðinni í Eugene í Oregon í Bandaríkjunum. Námið veitir viðkomandi réttindi til að stunda PMTO meðferð og fjölmargar fjölskyldur fá þjónustu á námstímanum.
Gert er ráð fyrir að þjálfunin taki tvö ár. Handleiðsla er regluleg allt tímabilið a.m.k. mánaðarlega. Hún fer ýmist fram á stofnun viðkomandi nema eða tengdri stofnun undir stjórn PMTO meðferðaraðila, sem þegar hefur lokið námi í aðferðinni og fengið þjálfun í handleiðslutækni (eða fær handleiðsluþjálfun samhliða). Handleiðarar fá ávallt stuðning frá Miðstöðinni.
Í dag eru eftirfarandi svæði með sjálfstæða handleiðsluhópa: Reykjavík, Akureyri og Grindavík.

 

Nýr hópur fagfólks í PMTO meðferðarmenntun fór af stað í september 2018

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag náms má finna hér: https://www.endurmenntun.is/namsbrautir/stok-namsbraut?courseID=7401H18&n=pmto-parent-management-training-oregonbr-medferdarmenntun

Back to Top